Gásagátan
Varan er uppseld!

Gásagátan − spennusaga frá 13. öld

Í júnímánuði árið 1222 leggur skip að landi á Gásum við Eyjafjörð. Um borð eru tveir bræður: Kolsveinn er tólf ára og kominn á aldur til að hefna föður síns, Kálfur er tveimur árum yngri og ferðast með dularfullan böggul. Á Gásum er líf og fjör en ekki eru allir komnir þangað í heiðarlegum tilgangi.

Gásagátan er spennandi saga sem gerist á þeim tíma þegar Gásir voru fjölmennasti kaupstaður landsins um nokkurra vikna skeið á hverju sumri. Hvergi á Íslandi eru varðveittar jafnmiklar mannvistarleifar frá verslunarstað frá miðöldum.

Höfundur bókarinnar, Brynhildur Þórarinsdóttir, studdist við sögulegar heimildir og niðurstöður fornleifauppgraftar við gerð sögunnar en um ævintýri bræðranna úr Grímsey er ritað í fyrsta sinn hér. Brynhildur er lektor við Háskólann á Akureyri og hefur sent frá sér fjölmargar barnabækur. Hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir endurritanir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Listamaðurinn fjölhæfi, Helgi Þórsson, myndskreytir en bókin kemur út í samstarfi við Gásakaupstað og Minjasafnið á Akureyri.

„… texti Brynhildar er lipur, hæfilega fornlegur og atburðir sögunnar ágætlega æsilegir og persónurnar, sérstaklega þó Kálfur, eru lifandi og áhugaverðar.“
Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is

Höfundar: Brynhildur Þórarinsdóttir, Helgi Þórsson

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
Brynhildur Þórarinsdóttir (f. 1970) lauk M.A.-prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands, hefur starfað við ritstörf og blaðamennsku, ritstýrði TMM á árunum 2001-2003 en er nú lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Brynhildur sigraði í smásagnasamkeppni ...
Forlagsverð: 2.175 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.325 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!
Forlagsverð: 2.550 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.175 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita