„Það er svipur hins ótölulega, streymandi manngrúa þar sem enginn einn verður í svip greindur frá öðrum nema af ytra borðinu einu saman, án þess að nokkur ævisaga fylgi, það er svipur þess fjölda, sem er greyptur í andlitin í þessari sögu. Sú mynd er í senn kvik og kyrrstæð, birtist, hverfur og varir þó, streymir eins og tíminn og með tímanum.”
Erlendur Jónsson / Morgunblaðið

 

„Þessi saga er stór í sniðum, setur sér tröliaukin markmið, þar er ölium sköpuðum hlutum stefnt saman, draumum og veruleik, fortíð og samtíð, táknum og raunveruiegum hlutum, ástum og stjórnmálum, ofbeldi og upplausn æskunnar, Róm og Caligula, biblíunni, Eliot og Shakespeare ...”
John Carlsen / Aarhus Stiftstidende

 

„Mynd umlykur mynd í stöðugu skriði sem fleygist áfram án festu, en skyggnið að baki ofurnæmt …”
Matthías Viðar Sæmundsson / Íslensk bókmenntasaga

 

„„Fljótt fljótt sagði fuglinn” vitnar um mikinn metnað og gáfur [...] Það eru hinar einstöku senur og hin meitluðu smáatriði sem maður nýtur mest. Þar er Thor Vilhjálmsson orðlistamaður á háu alþjóðlegu plani.”
Arthur Lundkvist

 

„Hjá honum [...] sjáum við ástríðufulla og blæbrigðaríka rannsókn á veruleika okkar sem knúin er áfram af ábyrgðarkennd.“
Peter Hallberg

 

„Hann dregur upp af mikilli mælsku, mikilli íþrótt, völundarhús mannlegrar tilveru og tilfinninga í sögunni þar sem timinn og hlutirnir standa kyrrir þó allt taki stöðugri breytingu.”
Ólafur Jónsson / Alþýðublaðið

Fljótt fljótt, sagði fuglinn
Forlagsverð:
1.990 kr.
Kaupa
282 bls.
Forlagið
Útgáfuár: 2011

Fljótt fljótt, sagði fuglinn

Skáldsagan Fljótt fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson kom út árið 1968 og braut þá blað í íslenskum bókmenntum. Ókyrrð tímans gefur verkinu mikla undiröldu. Myndsækinn stíllinn litar allt, hugkvæmni höfundar, hispursleysi, orðkynngi og ótrúlegt auga fyrir blæbrigðum fegurðar og ljótleika. Umhverfið er bæði framandlegt og evrópskt og fléttað er saman fornum goðsögnum og svipmyndum úr lífi nútímamannsins til að bregða ljósi á hlutskipti mannanna.

Í nýjum formála að bókinni segir Kristján Jóhann Jónsson að Fljótt fljótt sagði fuglinn sé tímamótaverk í íslenskum módernisma og eitt af kennileitum nútímans í íslenskum bókmenntum.

Thor Vilhjálmsson, sem féll frá sviplega 2. mars 2011, var einn kunnasti og virtasti rithöfundur landsins allt frá því að hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Maðurinn er alltaf einn, árið 1950. Hann hlaut fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. Verðlaun Sænsku akademíunnar, Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Menningarverðlaun DV í bókmenntum. Ákvörðun um endurútgáfu þessarar fyrstu skáldsögu Thors var tekin í kjölfar 85 ára afmælis höfundarins síðasta sumar. Útgáfan var unnin í samstarfi við Thor og verður nú eins konar bautasteinn um mikilhæfan höfund.

Bókin kemur út í kilju í ritröðinni Íslensk klassík.


„Thor Vilhjálmsson beitir hugmyndaríkri orðgnótt sem ekki á sér hliðstæðu.”
Preben Meulengracht Sørensen / Jyllands-Posten

„Stórbrotið barokkmálverk”
John Carlsen / Aarhus Stiftstidende

„Fljótt fljótt sagði fuglinn spannar yfir svo viðáttumikið bókmenntasvið að sjaldgæft er að finna slíkt í einni og sömu bókinni. . . .”
Sigvald Hansen / Frederiksborg Amts Avis

Höfundur: Thor Vilhjálmsson

Fáðu þér rafbók

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
Thor Vilhjálmsson er fæddur í Edinborg í Skotlandi 12. ágúst 1925. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944, nam við norrænudeild Háskóla Íslands 1944 - 1946, við Háskólann í Nottingham 1946 - 1947 og ...
Forlagsverð: 2.120 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 990 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita