Jón Yngvi Jóhannsson

Jón Yngvi Jóhannsson (f. 1972) tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1992 og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 1998. Hann stundaði framhaldsnám við Kaupmannahafnarháskóla þar sem hann rannsakaði veg og viðtökur íslenskra höfunda sem skrifuðu á dönsku. Jón Yngvi hefur gagnrýnt bækur í sjónvarpi, blöðum og tímaritum, haldið fjölda fyrirlestra og kennt bókmenntir við Háskóla Íslands. Hann er einn af höfundum Íslenskrar bókmenntasögu (IV og V, 2006) þar sem hann skrifar um bókmenntir og stjórnmál á fjórða áratug tuttugustu aldar og íslenska skáldsagnagerð frá 1970 til samtímans.Kindle

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita