Ósjálfrátt
Varan er uppseld!
AÐRAR ÚTGÁFUR
2065 kr.
990 kr.

Ósjálfrátt

Viltu ekki fara frá þessum manni? Setningin skellur á hlustunum; hún heyrir hvað amma segir en hverju á hún að svara? Ef þér er alveg fyrirmunað að hugsa um sjálfa þig, viltu þá gera það fyrir mig að hugsa um skáldsöguna þína?

Dag einn vaknar Eyja í sjávarþorpi vestur á landi, nýgift drykkfelldum karli sem er tuttugu árum eldri en hún. Þau búa á rauðu svæði, örfáum skrefum frá rústunum þar sem snjóflóð féll skömmu áður og hreif með sér nítján mannslíf.

Röskar konur taka höndum saman til að koma ungu konunni frá eiginmanninum og í annað land, í samfloti með skíðadrottningu sem á ekki til orðið uppgjöf í orðaforða sínum. Löngu síðar skrifar Eyja sig aftur á sama stað til að reyna að skilja fortíðina, skáldskapinn í lífinu, fjölskyldu sína og þýðingu þess að vera skáldkona.

En fyrst og fremst allar sögurnar sem lífið gefur okkur og sem við megum ekki láta gleymast.

Auður Jónsdóttir er meðal fremstu höfunda sem nú skrifa á íslensku. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Fólkið í kjallaranum en sú bók var einnig tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Alls hafa fjórar bækur Auðar verið tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Ósjálfrátt hlaut Fjöruverðlaunin 2012 í flokki fagurbókmennta og bóksalar völdu hana þriðju bestu skáldsögu ársins.

*****
„Í raun er Ósjálfrátt allt of margbrotin saga til þess að það sé mögulegt að gera henni skil í jafn fáum orðum og hér er leyfilegt að skrifa. … Persónurnar eru skrifaðar af djúpum mannskilningi og eru sérlega heillandi með öllum kostum sínum og göllum. Það er einhver falleg yfirsýn sem höfundurinn hefur í þessari bók. Yfir tímann og kynslóðirnar og það sem skiptir máli í lífinu. Fyrir utan hvað hún er drepfyndin og skemmtileg. … Ég er eiginlega orðlaus yfir þessari margslungnu, fögru og fyndnu sögu. Því leita ég í smiðju kollega minna og segi bara: Konfekt og perla og nístandi falleg bók!“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið

„Endursköpun Auðar sjálfri sér minnir helst sjálfsmynd Þórbergs í Ofvitanum og íslenskum aðli: Þegar fyndnin fer með mann upp af koddanum og fram úr rúminu verður eina hjálp lesandans sú að ákalla meistarann gamla til samanburðar. … Það er einhver dauðsjarmerandi tónn sem Auður nær að fanga …“
Hallgrímur Helgason / DV

„Ef við líkjum skáldsögunni við tónverk þá er gegnumgangandi stef tónn væntumþykju og einlægni sem alltaf hljómar undir þótt verið sé að lýsa mannlegum breyskleika af ýmsu tagi … ein af þessum fágætu bókmenntaverkum sem erfitt er að hætta að tala um því þræðirnir eru svo margir …“
Soffía Auður Birgisdóttir / TMM

****
„Mikilfengleg fjölskyldusaga … Frásagnarstíll Auðar er einkar áreynslulaus en samt svo mikilfenglegur og myndrænn þannig að í fáum orðum sér lesandinn ljóslifandi fyrir sér  sögusviðið … Ég hlakka til að lesa næstu bók.”

Viktoría Hermannsdóttir / DV

„Þetta er dúndurskemmtileg bók um mjög skemmtilegt fólk.”
Egill Helgason / Kiljan

„Hún gerir þetta afskaplega vel – hvernig hún stillir saman skáldskapnum og veruleikanum þannig að hún er eiginlega að lifa bókina um leið og hún skrifar hana. Það er mjög vel gert.”
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan

„Auður er mikill húmoristi – þetta er mjög fyndin bók á köflum, hún er líka kaldhæðin og svo er hún afskaplega lýrísk … Þetta er þroskaðasta verk Auðar og áreiðanlega hápunkturinn á skáldferli hennar hingað til.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan

„… skemmtileg aflestrar, full af hlýju og húmor. Konurnar í sögunni eru sérlega eftirminnilegir karakterar, sterkar og svipmiklar. Með betri skáldsögum ársins.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

„Þó að lýsingarnar geti orðið ljótar eru þær aldrei niðrandi og þó að karakterarnir séu erfiðir verða þeir aldrei að öllu leyti óviðkunnanlegir; þeir eru einfaldlega mannlegar og breyskar persónur sem hafa sína kosti og galla. Þessi meðferð raunverulegra persóna í skáldskapartexta er örugglega vandmeðfarin en Auði tekst það afar vel … Ósjálfrátt er einnig stútfull af stórskemmtilegum lýsingum og bráðfyndnum senum.“
Vera Knútsdóttir / bokmenntir.is

„Frásögnin er mjög einlæg og persónuleg, höfundurinn leggur mikið undir og gefur mikið af sjálfri sér. … Auður segir þarna frá ýmsu miður fögru, bæði um sjálfa sig og aðra í fjölskyldu sinni, sem hefur sjálfsagt ekki verið auðvelt að leggja svona fram. Hún gerir það samt án nokkurrar umvöndunar og án þess að fella dóma … Í stuttu máli sagt er ég hæstánægð með Ósjálfrátt.“
Eyja M. Brynjarsdóttir / Druslubækur og doðrantar

„Ósjálfrátt er vel skrifuð saga, tregafull en líka fjörug, fyndin og kaldhæðin. … Sterkasti þáttur sögunnar er persónurnar sem eru dregnar sterkum dráttum og svo áhugaverðar að maður óskar þess að fá að vera áfram fluga á vegg í lífi þeirra að lestri loknum.“
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið

„Þetta er dásamleg þroskasaga ungrar konu. Tjikklitt út frá tilvistarstefnu, segir í bókinni, en réttara væri að segja að svona eigi kvennabókmenntir að vera. Fullar af húmor, umburðarlyndi, hlýju og misbreyskum en yndislegum konum.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan

„… lifandi lýsing á þörfinni fyrir að skrifa og hvernig skáld verður til. Stíllinn er áreynslulaus og léttur en með þungri undiröldu, fullur af lágstemmdri kímni svo úr verður einskonar gleðilegur harmleikur.”
Úr umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna

„Ein skemmtilegasta lesning síðustu ára. Þórbergsk endursköpun á sjálfi. Senan með Eyju og Öggu á samningafundi með eiganda súlustaðar er alveg á pari við “fyrstu lyftingu” Ofvitans í fyndni. Og Skíðadrottningin stelur mörgum senum… Love this book.”
Hallgrímur Helgason / FacebookHöfundur: Auður Jónsdóttir

Kindle

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
Auður Jónsdóttir er fædd 30. mars 1973. Hún starfar sem rithöfundur og sjálfstæður blaðamaður og hefur skrifað greinar og viðtöl fyrir ýmis tímarit og dagblöð.  Smásaga hennar „Gifting“ sem birtist í tímaritinu Andblæ haustið 1997 ...
Rafbók
Forlagsverð: 3.990 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 1.990 kr.
Kaupa

Rafbók
Forlagsverð: 2.065 kr.
Kaupa
Kaupa gjafabréf

Forlagsverð: 1.750 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.755 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.750 kr.
Kaupa


 
Varan er uppseld!

 
Varan er uppseld!
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita