Jens Lapidus

Jens Lapidus er fæddur árið 1974.

Hann er lögfræðingur að mennt og starfar hjá virtri lögmannastofu í Stokkhólmi. Hann hefur starfað sem verjandi í sakamálum, hefur varið alræmda glæpamenn og er því persónulega kunnugur þeim. Þessa reynslu nýtir hann rækilega bókum sínum.

Lapidus kallar bækur sínar „Stockholm Noir“ og segir að borgin sé klofinn persónuleiki, annars vegar hlýleg og örugg norræn stórborg, en hún eigi sér skuggahliðar sem fáir hafi kynnst af eigin raun en margir
vilji ekki kannast við. Í viðtali á vefsetri sínu segist hann hafa viljað draga skítinn fram í dagsljósið til þess að fólk átti sig á að hann sé raunverulegur.

Hann segist hafa tekið til við skriftir án þess að hafa ætlað sér að verða rithöfundur; einn daginn er hann kom heim úr réttarsalnum settist hann niður og byrjaði að skrifa, lýsa því sem hann hafði upplifað, og smám saman tók frásögnin á sig mynd skáldsögu um skuggalegan heim glæpaforingja, hjaðningavíga og botnlausrar græðgi og siðspillingar.

Fáðu þér rafbók

Nýjast | A–Ö | Verð ↓
1
Forlagsverð: 1.790 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.990 kr.
Kaupa

1
Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita