Þrautabók Maxa

Þrautabók Maxa

Tónelska músin Maxímús Músíkus stendur í stórræðum þessa dagana. Ekki nóg með að í september ætli hann að halda tónleika fyrir um 7000 börn heldur kemur líka út í dag þrautabók um músina knáu!

Þrautabókin er unnin upp úr fyrstu sögunni um Maxa, þar sem hann heimsækir hljómsveitina í Hörpu. Þegar Maxímús Músíkús villist inn í tónlistarhúsið verður hann forvitinn um allt sem hann sér. Í bókinni er hægt að …

  • hjálpa Maxa að komast í gegnum flókin völundarhús
  • búa til fjölbreytt heimahljóðfæri
  • setja nótur á nótnastreng
  • læra að þekkja hljóðfæri og nótur
  • teikna, lita og líma
  • … og margt, margt fleira!

Þrautabók Maxa er kjörin fyrir alla krakka sem hafa gaman að tónlist en auk þrautanna má finna í henni fjölmarga límmiða.

Hér má fylgjast með Maxímús á Facebook

INNskráning

Nýskráning