7 góðar bækur í páskafríið

Páskar er kjörinn tími til að taka sér pásu frá amstri dagsins og slaka aðeins á. Fátt er meira slakandi en lestur góðrar bókar og hvað þá ef páskaeggjaát er með í jöfnunni.

Við tókum því saman sjö spennandi bækur sem tilvalið er að taka með sér í páskafríið.
Það sem meira er, ef afsláttarkóðinn PASKAR er notaður í kaupaferlinu í vefverslun Forlagsins er dregin af 20% afsláttur af netverði þessara titla.

Gleðilega bókapáska!

Kastaníumaðurinn

Kastaníumaðurinn


„Sérlega vel heppnaður norrænn krimmi. Þessi höfundur er í sérflokki.“
Metro

Bók fyrir þá sem kunna að meta alvöru spennu!

Kastaníumaðurinn er hörkuspennandi saga eftir handritshöfund Forbrydelsen sem fór beint upp í 2. sætið á metsölulista Eymundsson.

Þorir þú að lesa?


Húðflúrarinn í Auschwitz

Húðflúrarinn í Auschwitz


„Vel uppbyggð saga, spennandi og hittir svo sannarlega í mark.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

Húðflúrarinn í Auschwit
z hefur slegið í gegn hérlendis en hún segir hjartnæma sögu Lales og Gitu Sokolov sem urðu ástfangin í útrýmingarbúðunum alræmdu og tókst fyrir kraftaverk að lifa dvölina af.

Einnig hægt að fá sem rafbók eða hljóðbók.


Hin ósýnilegu

Hin ósýnilegu

„Maður heillast algjörlega af þessu, ofsalega fallega skrifað.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan

Hin ósýnilegu er sterk og áhrifamikil saga um horfinn veruleika, hugdirfsku og fagra en óblíða náttúru.

Höfundur bókarinnar, Roy Jacobsen,
hefur tvívegis hlotið tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og verður gestur á Bókmenntahátíð Reykjavíkur í ár.


Dóttir Mýrarkóngsins

Dóttir mýrarkonungsins

„Sagan er átakanleg … og raunveruleg.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið

Sálfræðitryllir af bestu gerð!

Bandaríski rithöfundurinn Karen Dionne hefur slegið rækilega í gegn með Dóttur Mýrarkóngsins. Bókin hefur verið þýdd á yfir 25 tungumál og hlotið tilnefningu til fjölda verðlauna.


Áfram konur!

Áfram konur!

Saga kvennabaráttunnar um heim allan í máli og myndum!

Áfram konur! – 150 ára barátta fyrir frelsi, jafnrétti og systralagi segir frá frumkvöðlum og fyrirmyndum sem lögðu allt í sölurnar til að berjast fyrir réttindum kvenna, kvenfrelsi og systralagi.


Barnið sem hrópaði í hljóði

Barnið sem hrópaði í hljóði


„… stórskemmtileg glæpasaga, sérviskuleg og séríslensk, leikandi létt og fyndin.“
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir / Orð um bækur

Barnið sem hrópaði í hljóði er fjórða bók Jónínu Leósdóttur um Eddu á Birkimelnum, glímu hennar við flókin sakamál og samskipti hennar við fjölskyldu sína sem stundum eru síst einfaldari.

Jónína Leósdóttir hefur getið sér gott orð fyrir bókaflokkinn um Eddu, hörkuspennandi sögur sem kitla hláturtaugar lesenda og ríghalda frá upphafi til enda.

Einnig hægt að fá sem rafbók eða hljóðbók.


Gallsteinar afa Gissa

Gallsteinar afa Gissa

„… bráðskemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri og foreldra þeirra.“
Hildur Loftsdóttir / Morgunblaðið

Gallsteinar afa Gissa er yfirnáttúruleg fjölskyldusaga eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem hefur slegið í gegn með Fíusól, Móa hrekkjusvíni og fleiri litríkum persónum. Hún hefur tvívegis hlotið barnabókaverðlaun Reykjavíkur og Fjöruverðlaunin, Bókaverðlaun barnanna fimm sinnum og Sögustein IBBY fyrir feril. 

 

INNskráning

Nýskráning