Sjón hlýtur Menningarverðlaun DV í fjórða sinn

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_3″ last=“no“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_imageframe lightbox=“no“ gallery_id=““ lightbox_image=““ style_type=“none“ hover_type=“none“ bordercolor=““ bordersize=“0px“ borderradius=“0″ stylecolor=““ align=“none“ link=““ linktarget=“_self“ animation_type=“0″ animation_direction=“down“ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ hide_on_mobile=“no“ class=““ id=““] [/fusion_imageframe][/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“2_3″ last=“yes“ spacing=“yes“ center_content=“no“ hide_on_mobile=“no“ background_color=““ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ background_position=“left top“ hover_type=“none“ link=““ border_position=“all“ border_size=“0px“ border_color=““ border_style=““ padding=““ margin_top=““ margin_bottom=““ animation_type=““ animation_direction=““ animation_speed=“0.1″ animation_offset=““ class=““ id=““][fusion_text]Menningarverðlaun DV voru veitt í gær, 15. mars, við hátíðlega athöfn í Iðnó. Í flokki bókmennta hreppti Sjón verðlaunin fyrir þriðja bindi þríleiksins Codex 1962, Ég er sofandi hurð. Afhendingin markar stórtíðindi í sögu menningarverðlaunanna þar sem þetta er í fyrsta skipti sem höfundur hlýtur þau fyrir öll bindin í þríleik. Við þetta bætist að Sjón er fyrsti rithöfundurinn sem hreppir verðlaunin fjórum sinnum, því auk þríleiksins hlaut hann þau fyrir skáldsöguna Mánastein árið 2013.

Menningarverðlaun DV er elstu bókmenntaverðlaun í landinu og hafa gjarnan fallið í hlut verka sem þykja djörf og synda gegn meginstraumum. Fyrsti hluti Codex-þríleiksins, Augu þín sáu mig, kom út árið 1994, annar hlutinn, Með titrandi tár, árið 2001 og sá þriðja og síðasti nú fyrir jólin. Að því tilefni voru bækurnar allar gefnar út í einu glæsilegu bindi.

Bækurnar eru einstakar í íslenskri bókmenntasögu. Sjón er sannur sagnameistari og leikur sér að hinum ýmsum stílum og bókmenntategundum, í verkunum ægir saman ólíkum tímaskeiðum, goðsögum, ævintýrum, sagnfræði og bláköldum raunveruleika. Að sama skapi eru bækurnar allt í senn, fyndnar, dramatískar, áleitnar og léttleikandi. Codex 1962 er magnað stórvirki sem ber öll aðalsmerki höfundar.

Við óskum Sjón hjartanlega til hamingju![/fusion_text][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

INNskráning

Nýskráning