Þú ert hér://Ævar Þór Bene­dikts­son til­nefnd­ur til In Other Words-verðlaunanna

Ævar Þór Bene­dikts­son til­nefnd­ur til In Other Words-verðlaunanna

Birtur hefur verið listi yfir tilnefningar til hinnar alþjóðlegu In Other Words barnabókaverðlauna sem veitt eru fyrir verk er þykja skara framúr ætluð börnum á aldrinum 6-12 ára og eru eft­ir rithöfunda með annað móður­mál en ensku.

Alls eru átta bækur tilnefndar til verðlaunanna í ár, þar af eru tvær frá íslenskum höfundum.

Ævar Þór Bene­dikts­son er til­nefnd­ur fyr­ir bók sína Risaeðlur í Reykja­vík sem Mál og menning gefur út og Krist­ín Ragna Gunn­ars­dótt­ir fyrir  Úlfur og Edda: Dýr­grip­ur­inn sem kemur út hjá Bókabeitunni.

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um bók Ævars seg­ir að bókin sé mjög fyndin og stíll höf­und­ar sé frjáls­leg­ur og skemmti­leg­ur. Hún fjalli um að eign­ast vini og hversu skemmti­legt það sé að ala upp risaeðlu í svefn­her­berg­inu sínu.

Verðlaun­in verða af­hent á  bókamessuni í London (London Book Fair) þann 11. apríl.

 

 

 

2018-03-09T10:37:37+00:009. mars 2018|