Höfundamynd Hugleikur

Áritar Hugleikur Opinberun í Nexus á morgun?

Daginn eftir heimsendi, laugardaginn 22. desember 2012, í sérvöruversluninni Nexus á Hverfisgötu, árita höfundarnir Hugleikur Dagsson og Emil Hjörvar Petersen bækur sínar um heimsendi og heimsendaspár sem komu út nú á dögunum, ásamt því að fagna því að heimurinn hafi ekki farist.

Opinberun, nýjasta bók Hugleiks, segir frá hrottalegri tortímingu mannkyns eins og hún birtist í biblíunni. Saga eftirlifenda: Heljarþröm er önnur bókin í skáldsagnaþríleik Emils um æsina sem lifðu af Ragnarök.

Áritunin hefst klukkan 14:00 og vonast er eftir sem mestum þrengslum á meðan henni stendur. Við þurfum jú að hjúfra okkur saman fyrir jólin.

En ef Mayarnir höfðu rétt fyrir sér þá gleymum við þessu bara.

Post-apocalyptic er málið. Sjáumst í Nexus – kannski, vonandi!


INNskráning

Nýskráning