Þú getur ennþá grennst
Útgefandi: Vaka-Helgafell 2005

Þú getur ennþá grennst

Höfundar: Ásmundur Stefánsson, Margrét Þóra Þorláksdóttir

Ásmundur Stefánsson var orðinn vondaufur um að geta lést þegar hann komst í kynni við megrunaraðferð sem olli því að hann léttist úr 120 kílóum í 80. Nú heldur Ásmundur sér í kringum 85 kílóin án þess að finna fyrir því.
Í bókinni er þessi áhrifaríka aðferð kynnt með aðgengilegum hætti. Ásmundur segir sögu sína – hvernig hann fór að þessu – og vísar veginn til betra lífs. Guðmundur Björnsson læknir útskýrir hvað býr að baki aðferðinni – m.a. hvað beri að varast – í ljósi læknisfræðinnar.

Í kjölfar fyrstu útgáfu bókarinnar sem kom út árið 2003 urðu miklar umræður um þessa aðferð Ásmundar og sumir læknar og næringarfræðingar hafa varað við því matarræði sem hann boðar. Nýjar rannsóknir benda hins vegar ákveðið til þess að aðvaranir byggist ekki á vísindalegum forsendum og skammtímarannsóknir hafa hnekkt fullyrðingum þeirra sem mest töluðu gegn bókinni. Offita er alvarlegt og vaxandi heilbrigðisvandamál. Ekki er fullyrt að það mataræði sem bókin lýsir sé heilsufæði sem allir eigi að tileinka sér, en það hefur sýnt sig að það hentar mörgum vel.

Margrét Þóra Þorláksdóttir matgæðingur leggur fram fjölda girnilegra uppskrifta með þessum kúr sem bygigst á því að borða helst kjöt, fisk og grænmeti en snæða hjá kolvetnaríkum mat.