Bíttu á jaxlinn Binna mín
Útgefandi: Mál og menning 1998

Bíttu á jaxlinn Binna mín

Höfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir

Binna verður oft að bíta á jaxlinn þegar máttlausa veikin herjar á hana. Sérstaklega veturinn sem pabbi hennar lendir í lífsháska, öryggi Tobbu heimilisdreka er ógnað og heimsstyrjöld virðist vofa yfir. Vandræðaunglingar, mannvinir og dauðir víkingar valda Binnu líka áhyggum þennan vetur, sömuleiðis orgelnám og andaglas. Samt er oftast bjart yfir Silfurgötu, á jólunum eru englar á sveimi og um áramótin heldur afi spari ógleymanlega flugeldasýningu.

Bíttu á jaxlinn, Binna mín er önnur bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og  sjálfstætt framhald bókarinnar Elsku besta Binna mín, sem sló rækilega í gegn hjá lesendum á öllum aldri.