Ég tek það gilt

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 3.100 kr.
spinner

Ég tek það gilt

3.100 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2008 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Ég tek það gilt (2008) eru greinar um íslenskar bókmenntir á tuttugustu öld eftir Véstein Ólason, upphaflega birtar á árunum 1971 til 2006, þar sem fjallað er um bækur eftir íslenska skáldsagnahöfunda og ljóðskáld, allt frá Halldóri Laxness til Einars Más Guðmundssonar. Greinarnar eru tuttugu talsins, ýmist gagnrýni um nýútkomnar bækur eða rækilegri rannsóknir, en einkennast allar af skýrri framsetningu og næmum skilningi á orðsins list. Bókin er mikill fengur öllum sem áhuga hafa á íslenskum skáldskap í bundnu og lausu máli.

Vésteinn Ólason hefur verið forstöðumaður Árnastofnunar frá 1999 en kenndi áður við Háskóla Íslands og erlenda háskóla. Viðfangsefni hans hafa einkum verið íslenskar bókmenntir og þjóðkvæði fyrri alda en einnig samtímabókmenntir, ekki síst verk Halldórs Laxness.

Mál og menning gefur út.

Tengdar bækur

5.090 kr.
Samræður við söguöld
2.090 kr.

INNskráning

Nýskráning