Eitruð epli
Útgefandi: Mál og menning 1998

Eitruð epli

Höfundur: Gerður Kristný

Harmur og gleði dansa hárfínan línudans í þessum sögum. Gerður Kristný lýsir stormasömu sambýli fólks við sína nánustu, grátbroslegum samskiptum kynjanna, margræðu sambandi kvenna sem bundist hafa systraböndum saumaklúbbanna og fjallar á nærfærinn hátt um samskipti barna. Ísmeygilegur stíll sagnanna gerir þó að verkum að ekki er allt sem sýnist. Þótt ýmsum finnist þeir eins og heima hjá sér mitt í öllum ærslunum er andrúmsloft sagnanna einatt næsta dularfullt, loft er lævi blandið og hætt við að brosið vilji stirðna á andliti lesenda.