Eldgos 1913-2004
2005

Eldgos 1913-2004

Höfundar: Ari Trausti Guðmundsson , Ragnar Th. Sigurðsson

Vandfundið er myndefni sem er jafn ægifagurt og það litaspil og umbrot sem blasa við þegar jörð rifnar og jarðeldar leysast úr læðingi. Í þessari glæsilegu bók er að finna ljósmyndir af öllum þeim eldgosum 20. aldar sem íslenskir ljósmyndarar hafa gert skil. Bókin er í stóru broti og lýsir stórkostlegu sjónarspili eldsumbrota á einstæðan hátt.

Verkinu er skipt í sjö aðalkafla sem hver er helgaður einni gosstöð; Kröflu, Öskju, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu, Surtsey og Heimaey. Líflegir myndatextar Ara Trausta Guðmundssonar setja myndirnar í samhengi við eldvirkni og eldstöðvar en hann semur einnig inngang að hverjum kafla og fróðlegt yfirlit yfir sögu og eðli eldsumbrota og landmótunar á Íslandi. Ragnar Th. Sigurðsson annaðist myndaritstjórn og myndvinnslu og leitaði smiðju til allra fremstu myndasmiða þjóðarinnar á þessu sviði.