Fíasól á flandri
Útgefandi: Mál og menning 2006

Fíasól á flandri

Höfundar: Kristín Helga Gunnarsdóttir , Halldór Baldursson

Óskabarnið Fíasól er hér í essinu sínu og tekur auðvitað upp á ýmsu skemmtilegu. Hún útvegar fjölskyldunni einkaþjón, fær nokkra viðskiptarisa til að styrkja gott málefni, lendir í útistöðum við kyssistráka, tekst næstum því að hitta forsetann og fer loks á flandur til útlanda. Bókin er sjálfstætt framhald af hinum vinsælu sögum Fíasól í fínum málum og Fíasól í hosiló.

Hressilegar sögur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og bráðfyndnar myndir Halldórs Baldurssonar gera Fíusól að eftirlæti íslenskra bókaorma ár eftir ár.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókina má kaupa á geisladiski (CD eða Mp3) sem sendist í pósti en einnig sem streymishljóðbók (Streymi) sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur í streymi.

Hljóðbókin er 133 mínútur í hlustun. Höfundur les.