Stefán Máni

Grimmd hlýtur frábærar viðtökur

Þrettánda bók Stefáns Mána, Grimmd, hlýtur heilar fimm stjörnur í dómi á Pressan.is í gær! Gagnrýnandi fer þar afar fögrum orðum um verkið og segir það jafnast á við það allra besta sem Stefán Máni hefur sent frá sér – og sé jafnvel enn betra! Í dómnum segir meðal annars: „Stílfimi Stefáns er á sínum stað og í Grimmd er að finna öll bestu höfundareinkenni hans.   Sagan er listilega vel skrifuð og upp byggð og í Grimmd er Stefán Máni  á heimavelli, enda enginn rithöfundur hér á landi sem þekkir undirheimana jafn vel og hann.  Framvindan er hröð og spennandi. Þá er persónusköpunin  auðug og karakterarnir trúverðugir og þá tekst höfundi líka að skapa aðstæður þar sem lesandinn getur ekki annað en skellt uppúr þrátt fyrir að vera staddur  í myrkri og viðbjóði.“

Aðdáendur Stefáns Mána verða því ekki sviknir af Grimmd – einni bestu glæpasögu ársins!

Dóminn má lesa hér.

INNskráning

Nýskráning