Innansveitarkronika
2006

Innansveitarkrónika

Höfundur: Halldór Laxness

Innansveitarkronika er eitt sérstæðasta skáldverk Halldórs Laxness. Hún gerist á heimaslóðum skáldsins í Mosfellssveit og greinir frá kirkjudeilum í sveitinni. Með því að segja frá í yfirlætislegum stíl íslenskra höfunda fyrri tíma nær Halldór fágætri dýpt í frásögnina, hvert orð er meitlað, og persónur sögunnar eru með þeim minnisstæðustu í höfundarverki hans. Um leið endurspeglar þessi saga þá lífsspeki að vera trúr sjálfum sér og yfir litlu, eins og glöggt kemur fram í þekktasta hluta hennar; sögunni af brauðinu dýra.

Innansveitarkronika kom fyrst út árið 1970 og hefur verið kölluð „perlan í höfundarverki Halldórs“.