Jónína Leós

Konan í blokkinni

Þó svo að jólabókaflóðið sé nýafstaðið þyrstir marga lesendur enn í nýjar bækur. Það er því ekki eftir neinu að bíða svo að strax í dag, 5. janúar, kemur út glænýr íslenskur kósi-krimmi eftir hina sívinsælu Jónínu Leósdóttur sem heitir Konan í blokkinni. Bókin var send á klúbbfélaga hjá Forlaginu í nóvember en er nú komin í bókabúðir.

Edda er nýhætt að vinna og dauðleiðist tíðindalaus tilvera eftirlaunaþegans. Þegar hún kemur heim úr skammdegisferð til Kanaríeyja bíður hennar bréf frá ókunnugum Þjóðverja sem biður hana að hjálpa sér að finna mömmu sína, konu sem Edda skrifaðist á við á yngri árum en er nú stungin af, mögulega til Íslands. Edda tekur verkefninu fegins hendi en ættingjar hennar eru allt annað en kátir.

Á sama tíma vaknar menntaskólakennari á fertugsaldri upp við furðulegar aðstæður og þarf að komast að því hvort hún eigi sér mögulega óvildarmenn sem óska henni alls ills – jafnvel dauða.

Jónína Leósdóttir er þekkt fyrir skáldsögur sínar, fullar af hlýju og húmor. Hér sendir hún frá sér glæpasögu sem ber sömu einkenni og rígheldur lesanda allt til enda.

INNskráning

Nýskráning