Konan sem kyssti of mikið
Útgefandi: JPV 2009

Konan sem kyssti of mikið

Höfundur: Hallgrímur Helgason

Fyrsta barnabók Hallgríms Helgasonar fjallar um harla óvenjulega fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er svo lukkulegur að kynnast nýrri konu en böggull fylgir þó skammrifi. Konan er kossaóð. Og hún er hress! Sagan um konuna sem kyssir of mikið kitlar hláturtaugar lesenda á öllum aldri enda einkar hugmyndarík og frumleg. Það hefur jú býsna dramatískar afleiðingar að lenda í kossum konunnar – bæði fyrir manninn, börnin og plánetuna í heild.

Hallgrímur Helgason hefur unnið jöfnum höndum að ritlist og myndlist í gegnum árin og í þessari bók renna þær listir hans afar haglega saman.  Hallgrímur hefur einnig skrifað leikrit og ljóð og samið myndasögur auk þess að senda frá sér mýgrút af pistlum og greinum.

Bókin er myndasaga með auðveldu lesmáli sem krakkar (og annað fólk með húmor) munu lesa aftur og aftur.