Kuggur 7 – Gleðilegt sumar
Útgefandi: Mál og menning 2008

Kuggur 7 – Gleðilegt sumar

Höfundur: Sigrún Eldjárn

Sumardagurinn fyrsti er runninn upp. Málfríður og mamma hennar koma færandi hendi og gefa Kuggi sumargjafir. Kuggur hefur aldrei fengið svona skrýtnar gjafir áður. En hvað getur hann fundið til að gefa þeim mæðgum í sumargjöf áður en þau fara í skrúðgönguna?

Þetta er sjöunda bókin í röð smábóka um Kugg og vini hans.