Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann
Útgefandi: Mál og menning 2010

Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann

Höfundar: Hallfríður Ólafsdóttir , Þórarinn Már Baldursson

Tónlistarmúsin Maxímús Músíkús snýr aftur í nýrri og bráðskemmtilegri bók eftir Hallfríði Ólafsdóttur og Þórarin Má Baldursson. Höfundarnir starfa bæði sem hljóðfæraleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Með bókinni fylgir geisladiskur með sögunni og tónlistinni sem Maxímús kynnist í þetta sinn.

Nú trítlar Maxímús í tónlistarskólann kynnist þar börnum sem leika á alls kyns hljóðfæri. Þar eru krakkarnir að æfa sig, afar spennt og kát, því að þau eiga að fá að koma fram með stórri sinfóníuhljómsveit.