Strandir
Útgefandi: Mál og menning 2012

Strandir

Höfundur: Gerður Kristný

Strandir er fimmta ljóðabók Gerðar Kristnýjar. Höggstaður (2007) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og þau verðlaun hlaut Gerður fyrir Blóðhófni (2010), sem jafnframt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ljóð Gerðar eru meitluð og djúp en tala þó skýrt til lesandans. Þau hafa verið þýdd á fjöldamörg tungumál og komið út víða um heim.