Stúfur og snjókarlinn
Útgefandi: Mál og menning 2015

Stúfur og snjókarlinn

Höfundur: Brian Pilkington

Einn sólbjartan vetrarmorgun reisir Stúfur svo glæsilegan snjókarl að hann dauðlangar að sýna Grýlu mömmu sinni hann. En það er hægara sagt en gert! Stúfur og snjókarlinn er fyndin og fjörug jólasaga eftir Brian Pilkington fyrir krakka á aldrinum 2 til 7 ára og alla sem hafa nokkru sinni búið til snjókarl.

Í bókinni má einnig finna yfirlit yfir alla íslensku jólasveinana og í hvaða röð þeir koma til byggða.