Til þeirra sem málið varðar
2019

Til þeirra sem málið varðar

Höfundur: Einar Már Guðmundsson

Ég sá bara að þú komst gangandi,
tíndir stjörnurnar upp úr götunni
og stakkst þeim í vasann,
braust síðan himininn saman
einsog tjald
og röltir af stað út í heim
með birtuna og dimmuna,
óttann og efann.

Til þeirra sem málið varðar er ástríðufullt ávarp til samtíðarinnar þar sem bjartir tónar og dimmir kallast á og ljóðstefin eru jöfnum höndum heilabrot um upphaf og endalok, efa og óvissu, sjálfa eilífðina – og vangaveltur um undur hversdagsins; ástina, náttúruna og daglegt streð mannanna.

Einar Már Guðmundsson er skáld sem lætur sér annt um veröldina, ávallt glöggur, beinskeyttur og hnyttinn, og á hér erindi við þá sem málið varðar – okkur öll.