Þú ert hér://Tímarit Máls og menningar – gjafabréf fyrir ársáskrift 2019
Tímarit Máls og menningar – gjafabréf fyrir ársáskrift 2019
2018

Tímarit Máls og menningar – gjafabréf fyrir ársáskrift 2019

Gjafabréf fyrir ársárskrift að Tímariti Máls og menningar – fyrir allt árið 2019.

Tímarit Máls og menningar er víðlesnasta menningartímarit Íslendinga og kemur út fjórum sinnum á ári – í febrúar, apríl, september og nóvember. Með þessu íðilfagra græna gjafabréfi getur þú gefið ástvini ársáskrift fyrir allt árið 2019. Fjögur hefti stútfull af áhugaverðum greinum, ferskum skáldskap og bókmenntagagnrýni. Ársáskrift kostar aðeins 6790 kr. en hvert hefti kostar alla jafna 2690 kr. fullu verði.

Gjafabréfið sjálft getur þú fengið sent heim að kostnaðarlausu! Þegar þú kaupir það hér á vefnum, velur þú afhendingarmátann „Sótt í verslun“, og sendir svo staðfestingarpóst til okkar gegnum netfangið forlagid@forlagid.is þegar þú hefur klárað kaupin. Þar getur þú tekið fram hvort þú viljir fá bréfið sent heim til þín og afhent viðtakanda í eigin persónu eða hvort þú viljir láta senda það beint til viðtakanda áskriftarinnar. Gjafabréfið er einnig til sölu í Bókabúð Forlagsins á Fiskisóð 39.