TMM 4. hefti 2015

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 143 2.190 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2015

2.190 kr.

TMM 4. hefti 2015
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2015 143 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Brynhildur Þórarinsdóttir starfar sem dósent við Háskólann á Akureyri en hefur einnig skrifað bækur fyrir börn, þar á meðal endursagnir á Njálu, Eglu og Laxdælu sem hún hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir árið 2007. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á grein hennar hér í heftinu um lestrarátak menntamálaráðherra og þeirrar stofnunar sem hann hefur kosið að byggja upp, Menntamálastofnunar, á sama tíma og skólabókasöfn eru fjársvelt og lítið gert til að efla yndislestur annað en að halda ræður og láta börnin syngja með Ingó veðurguði að það sé gott að lesa. Lestur greinarinnar skilur eftir þá tilfinningu með manni að nú standi til að slíta sundur „Gagn og gaman“ og skilja „gagnið“ eitt eftir en senda „gamanið“ í burtu.

Af öðru efni þessa heftis má nefna enn eitt snilldarviðtal Kristínar Ómarsdóttur við kollega, að þessu sinni við Auði Övu Ólafsdóttur. Hér er líka ný saga eftir Gerði Kristnýju; Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur skrifar um fótboltabækur Gunnars Helgasonar og Stefán Valdemar Snævarr setur Megas í póstmódernískt samhengi á afmælisári trúbadorsins. Andrés Eiríksson sagnfræðingur í Dublin og ljóðaþýðandi gerir bráðskemmtilega og afar fróðlega grein fyrir ævi og störfum þjóðskálds Íra, Williams Butler Yeats á hundrað og fimmtíu ára afmæli skáldsins og birtir tvær þýðingar á ljóðum hans. Og er þá fátt eitt talið af fjölbreyttu efni TMM.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning