Tiplað með Einstein

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 302 3.690 kr.
spinner

Tiplað með Einstein

3.690 kr.

Tiplað með Einstein
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2013 302 3.690 kr.
spinner

Um bókina

Flestir eyða miklum tíma í að reyna að rifja eitthvað upp og þannig var Joshua Foer einnig farið þegar hann ákvað að komast að því hvaða árangri hann gæti náð ef hann einsetti sér að þjálfa minni sitt. Hann kynnti sér forna speki og minnislistir miðalda jafnt sem nýjustu rannsóknir á mannshuganum, hitti hámenntaða fræðimenn, fólk sem hafði glatað öllu skammtímaminni, snillinga og ofvita sem voru færir um ótrúleg minnisafrek. Eftir aðeins eins árs rannsóknir og æfingar varð Foer „minnismeistari Bandaríkjanna“.

Tiplað með Einstein er spennandi, stórfróðleg og skemmtileg frásögn af þeirri vegferð og jafnframt leiðsögn um listina að bæta minnið. Joshua Foer er vísindablaðamaður sem nam þróunarlíffræði við Yale-háskóla. Tiplað með Einstein er fyrsta bók hans og sló rækilega í gegn.

The New York Times, The Washington Post og fjöldi annarra tímarita og vefsíðna tilnefndi hana eina af bestu bókum ársins 2011.

Karl Emil Gunnarsson þýddi.

„Bókin er mjög skemmtileg að lesa“
Friðrika Benónýsdóttir / Kiljan

„Skemmtileg lesning.“
Egill Helgason / Kiljan

„… alveg frábær, ein áhugaverðasta bókin sem ég hef lesið í sumar.“
Bill Gates, The Gates Notes

„… minnir okkur á að þótt rannsóknir á heilanum séu skammt á veg komnar og við vitum fátt um hvernig minnið starfar er hugur okkar fær um að vinna stórkostleg afrek.“
Maria Arana, The Washingt on Post


Tengdar bækur

No data was found

INNskráning

Nýskráning