Barnabækur vor 2014

Nýjar þýddar og íslenskar barnabækur vor 2014

Kuggur 11- Listahátíð

Mamma Málfríðar ákveður að taka þátt í Listahátíð. Kuggur, Mosi og Málfríður hjálpa til. Þau halda tónleika, sýna leikrit og halda myndlistarsýningu.

Allt gengur þetta stórvel en þau furða sig á því hvað það er mikið af músum í borginni.

Lesið líka hinar smábækurnar um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn.


Kuggur 12 -Ferðaflækjur

Málfríður er hæstánægð með splunkunýja jarðknúna bílinn sinn. Hún býður mömmu sinni, Mosa og Kuggi í ferðalag. Á leiðinni þurfa þau að glíma við ýmiss konar þrautir og ferðaflækjur.

Krakkar sem ferðast um landið geta hjálpað þeim að greiða úr flækjunum.

Lesið líka hinar smábækurnar um Kugg eftir Sigrúnu Eldjárn.


Einar Áskell

Engann asa Einar Áskell

Þegar Einar Áskell vill flýta sér of mikið fer pabbi með spakmæli um að best sé að gera einn hlut í einu. Hann kann mörg slík spakmæli. En dag einn flýtir pabbi sér kannski heldur mikið.

Engan asa, Einar Áskell er ein af fyrstu bókunum um ærslabelginn Einar Áskel sem kom fram á sjónarsviðið fyrir ríflega fjórum áratugum.

Sigrún Árnadóttir þýddi.

Höfundur: Gunilla Bergström


Góða nótt Einar Áskell

Einar Áskell getur ekki sofnað. Hann gleymdi að bursta tennurnar og hann er þyrstur og hann þarf að pissa og alltaf kallar hann á pabba. Ætli pabbi geti líka orðið þreyttur?

Góða nótt, Einar Áskell var fyrsta bók Gunillu Bergström um ólátabelginn Einar Áskel og sú sem notið hefur mestra vinsælda hér á landi.

Sigrún Árnadóttir þýddi.


Höfundur: Gunilla Bergström


Skúli Skelfir

Martröð Skúla skelfis

Martröð Skúla skelfis inniheldur fjórar skelfilegar sögur þar sem þauhugsuð hrekkjabrögð hans vekja hlátur hjá fúllyndasta fólki.

Þessi er blátt áfram skelfileg!

Skúli nýtur gríðarlegra vinsælda meðal íslenskra lestrarhesta og barna um allan heim. Bækurnar um Skúla skelfi eru eftir breska rithöfundinn Francesca Simon og ríkulega myndskreyttar af Tony Ross.

Höfundar: Francesca SimonTony Ross

Risaeðlur

Blóðþyrst bestía eða vinaleg grænmetisæta?

Í risaeðlubók Skúla skelfis fá finna fjöldan allan af „skelfilegum“, stórskemmtilegum, forvitnilegum og um fram allt vísindalega sönnuðum staðreyndum um alls kyns risaeðlur.

Skelfilega góð skemmtun!

Skúli nýtur gríðarlegra vinsælda meðal íslenskra lestrarhesta og barna um allan heim. Bækurnar um Skúla skelfi eru eftir breska rithöfundinn Francesca Simon og ríkulega myndskreyttar af Tony Ross.

Höfundar: Francesca SimonTony Ross

Nanna

Nanna á fleygiferð

Fjórar frábærar sögur. Nanna norn í algerri neyð!

Hún týnir Nirði, undirbýr geimferð, læknar matvendni og hemur klikkaðan kúst!

Abrakadabra!

Sögurnar um Nönnu norn hafa notið gríðarlegra vinsælda árum saman og selst í milljónum eintaka um allan heim. Bækurnar henta börnum frá sex ára aldri og eru afar aðgengilegar fyrir stelpur og stráka sem eru að byrja að lesa sjálf. Sögur Lauru Owen eru léttar og leikandi og líflegar myndir Korky Paul skreyta hverja blaðsíðu.

Höfundar: Korky PaulLaura Owen

Nanna pínulitla

Fjórar frábærar sögur.

Nanna norn kann ráð við öllu!

Óþolandi frænkum, hinni skelfilegu Pálínu, heimsendum draugum og fötum sem hlaupa í þvotti.

Abrakadabra!

Sögurnar um Nönnu norn hafa notið gríðarlegra vinsælda árum saman og selst í milljónum eintaka um allan heim. Bækurnar henta börnum frá sex ára aldri og eru afar aðgengilegar fyrir stelpur og stráka sem eru að byrja að lesa sjálf. Sögur Lauru Owen eru léttar og leikandi og líflegar myndir Korky Paul skreyta hverja blaðsíðu.

Höfundar: Korky PaulLaura Owen

Kroppurinn er kraftaverk

Líkami þinn er snillingur. Hann gerir allskonar stórkostlega hluti, eins og að hoppa, stækka og lækna sárin sín. Ef þú hlustar segir hann þér hvað hann þarf til að vera hraustur og líða vel.

Þessi skemmtilega bók kennir börnum að þykja vænt um líkama sinn, hugsa vel um hann og bera virðingu fyrir líkömum annarra. Það er mikilvægt veganesti sem öll börn ættu að fá að taka með sér út í lífið.

Höfundur bókarinnar er Sigrún Daníelsdóttir og Björk Bjarkadóttir myndskreytti.

Kuggur

Maxímús

Þegar berin fara að vaxa á trjánum saknar Maxímús Músíkús heimahaganna. Mikið þætti honum gaman að komast aftur upp í sveit í almennilegan berjamó. Þegar Maxi sér hóp af syngjandi börnum í tónlistarhúsinu og heyrir að þau séu á leið út úr bænum skellir hann sér með.

Maxímús Músíkús kætist í kór er fjórða bókin um tónelsku músina sem orðin er alþekkt meðal íslenskra barna. Hér skellir Maxi sér í æfingabúðir fyrir kóra uppi í sveit – lendir í æsilegum eltingarleik við köttinn á bænum og gerir gæfumuninn þegar heimþrá sækir að litlum kórsöngvurum.

Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Valur Freyr Einarsson les söguna. Barna- og unglingakór Íslands flytur lögin sem við sögu koma ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Bernharðar Wilkinsonar. Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson eru bæði hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands og bækurnar þeirra um Maxímús Músíkús hafa komið út víða um heim.

SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Á LAGIÐ UM MAXA!

Höfundar: Hallfríður ÓlafsdóttirÞórarinn Már Baldursson


Hver brunar svona hjá?

Hver brunar svona hjá? er frábær bendibók fyrir allra yngstu lesendurna.

Bókin er skemmtilega myndskreytt og er viðfangsefnið farartæki allskonar.

Texti og myndir eftir Thomas Müller, þýdd af Sigþrúði Gunnarsdóttur.


INNskráning

Nýskráning