Þú ert hér://Birkir Blær hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Birkir Blær hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin

Birkir Blær Ingólfsson hlaut í dag Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bók sína Stormsker – fólkið sem fangaði vindinn. Athöfnin fór fram í Háteigsskóla þar sem Birkir hlaut 500.000 krónur í verðlaunafé auk höfundarlauna. Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna 1985 í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar og voru verðlaunin veitt í fyrsta sinn vorið 1986. Að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns Kr. Einarssonar, Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið. Í dómnefnd sátu Æsa Guðrún Bjarnadóttir (formaður), Kristín Ármannsdóttir, Kristín Hagalín Ólafsdóttir, Ingibjörg Ósk Óttarsdóttir og Þórhildur Garðarsdóttir.

Forlagið óskar Birki innilega til hamingju með þennan áfanga.

2018-10-19T16:25:56+00:0016. október 2018|