Páskakiljur

Kiljur í páskafríið

Kiljuútgáfan stendur í miklum blóma þessa dagana og því nóg til af nýjum kiljum til að grípa með í páskafríið.

Hinn æsispennandi krimmi, Veiðimennirnir, kom út fyrir skömmu. Höfundurinn, Jussi Adler-Olsen, er rísandi stjarna í norræna krimmaheiminum og hafa bækur hans verið verðlaunaðar hægri og vinstri. Hungurleikarnir eru nýkomnir út í kilju, svo að unglingarnar geta legið í hasarnum í fríinu (og foreldrarnir stolist í bókina!). Önnur glæný kilja er Konan sem hann elskaði áður eftir hina vinsælu Dorothy Koomson, sem skrifar bækur sem maður gleypir í sig og tilvalin til að lesa með páskaeggið sér við hlið.

Kíktu á allt kiljuúrvalið.

INNskráning

Nýskráning