Fréttir

Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu

Nýr íslenskur barna- og fjölskyldusöngleikur, byggður á geysivinsælli bók Gunnars Helgasonar, Draumaþjófnum sem kom út hjá Forlaginu árið 2019, verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í febrúar. Bókin umbreytist nú í ævintýralega leikhúsveislu fyrir alla fjölskylduna undir stjórn Stefáns Jónssonar. Í sögunni fjallar höfundur um spennandi samfélagið í Hafnarlandi þar sem allir þekkja sinn sess …

Draumaþjófurinn eftir Gunnar Helgason verður að fjölskyldusýningu í Þjóðleikhúsinu Read More »

Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót

Skáldin Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir voru sæmd heiðursdoktorsnafnbót frá Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands í Hátíðasal skólans mánudaginn 23. maí. Hannes hefur á löngum ferli hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Má þar nefna Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, Henrik Steffens-verðlaunin þýsku, Silfurhestinn og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Árið 1993 hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin …

Hannes Pétursson og Steinunn Sigurðardóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót Read More »

Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Ævar Þór Benediktsson hljóta Vorvindaviðurkenningu IBBY árið 2022

IBBY á Íslandi veitti Margréti Tryggvadóttur og Ævari Þór Benediktssyni Vorvinda viðurkenningu 2022 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi. Margrét Tryggvadóttir fékk viðurkenningu fyrir öflugt starf sitt sem barnabókarithöfundur og fyrir að vera afar kröftug talskona barnabókmennta. Hún hefur skrifað fjölbreyttar bækur, til dæmis margverðlaunaðar fræðibækur fyrir börn sem hlotið hafa miklar vinsældir. Hún …

Margrét Tryggvadóttir, Rán Flygenring og Ævar Þór Benediktsson hljóta Vorvindaviðurkenningu IBBY árið 2022 Read More »

Haukur Ingvarsson og Þórdís Helgadóttir tilnefnd til Maístjörnunnar

Ljóðabækurnar Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson og Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur eru tilnefndar til Maístjörnunnar. Dómnefnd skipa Soffía Auður Birgisdóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Birgir Freyr Lúðvígsson fyrir hönd Landsbókasafnsins. Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru …

Haukur Ingvarsson og Þórdís Helgadóttir tilnefnd til Maístjörnunnar Read More »

Fimm bækur frá Forlaginu tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022

Fimm bækur frá Forlaginu er tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022.   Í flokki frumsaminna barnabóka eru eftirtaldar bækur tilnefndar: Arndís Þórarinsdóttir: Bál tímans. Mál og menning gefur út. Margrét Tryggvadóttir: Sterk. Mál og menning gefur út.   Í flokki myndlýstra bóka eru eftirtaldar bækur tilnefndar: Áslaug Jónsdóttir: Skrímslaleikur. Mál og menning gefur út. Linda Ólafsdóttir: Reykjavík barnanna. Iðunn gefur út. Elísabet Rún: Sólkerfið. JPV …

Fimm bækur frá Forlaginu tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2022 Read More »

Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022

Bækurnar Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur, Sigmundur B. Þorgeirsson myndlýsti, og Al­ex­and­er Daní­el Her­mann Dawids­son: Bannað að eyðileggja eft­ir Gunn­ar Helga­son, Rán Flygenring myndlýsti, eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráð 2022 fyrir Íslands hönd. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn í Hels­inki 1. nóv­em­ber. Verðlauna­haf­inn hlýt­ur verðlauna­grip­inn Norður­ljós og 300 þúsund dansk­ar krón­ur sem …

Arndís Þórarinsdóttir og Gunnar Helgason tilnefnd til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 Read More »

Íslensku barnabókaverðlaunin

Íslensku barnabókaverðlaunin ekki veitt í ár

Dómnefnd Verðlaunasjóðs íslenskra barnabóka hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslensku barnabókaverðlaunin verði ekki veitt árið 2022 þar sem ekkert handrit í samkeppninni stóðst þær gæðakröfur sem gerðar eru til verðlaunabókar. Höfundar geta sótt handrit sín á skrifstofu Forlagsins til 25. apríl 2022, eftir það er þeim fargað.

Guðrún Helgadóttir

Guðrún Helgadóttir látin

Guðrún Helgadóttir rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis er látin, 86 ára að aldri. Guðrún fæddist í Hafnarfirði þann 7. september 1935 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hún gaf út sína fyrstu bók, Jón Odd og Jón Bjarna, árið 1974 tæplega fertug að aldri og var upp frá því einn vinsælasti og virtasti barnabókahöfundur …

Guðrún Helgadóttir látin Read More »

Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi tilnefnd

Skáld­sög­urn­ar Apríl­sól­arkuldi eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur og Trufl­un­in eft­ir Stein­ar Braga eru til­nefnd­ar til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2022 fyr­ir Íslands hönd. Dómnefnd er skipuð þeim Kristjáni Jó­hanni Jóns­syni, Silju Björk Huldu­dótt­ur og Soffíu Auði Birg­is­dótt­ur. Verðlaun­in verða af­hent við hátíðlega at­höfn 1. nóv­em­ber í Hels­inki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.

Sagnalandið verðlaunað í Þýskalandi

Í gær var tilkynnt að bók Halldórs Guðmundssonar, Sagnalandið, hljóti verðlaun ITB-ferðamessunnar í Berlín í flokknum „bókmenntalegar ferðabækur.“ Ferðakaupstefnan ITB – sem margir Íslendingar þekkja – er sú stærsta í heimi. Hún var stofnuð 1966 og er haldin í mars á hverju ári og hafa sýnendur verið allt að 11 þúsund frá 180 löndum, þar …

Sagnalandið verðlaunað í Þýskalandi Read More »

Forlagið auglýsir eftir handritum fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin 2022

Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2022. Efnið er frjálst að vanda en má þó gjarnan innihalda frumlegt fjör eða nagandi spennu eða nístandi sorg eða allt af þessu, eins og þykir sæma lesendum einhvers staðar á aldursbilinu 6-18 ára. Handritið skal vera að lágmarki 50 ritvinnslusíður …

Forlagið auglýsir eftir handritum fyrir Íslensku barnabókaverðlaunin 2022 Read More »

Sigrún Pálsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins

Sigrún Pálsdóttir hlaut Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins 2021 fyrir bók sína Delluferðin. Verðlaunaafhending fór fram í Brussel þar sem tíu rithöfundar tóku á móti verðlaununum. Úr umsögn dómnefndar: „Delluferðin er skrifuð af listfengi höfundar sem hefur náð gríðarlegu valdi á bæði formi og stíl. Hér er sögð saga stúlkunnar Sigurlínu Brandsdóttur sem heldur heimili fyrir föður og bróður …

Sigrún Pálsdóttir hlýtur Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins Read More »

Jón Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Jón Hjartar­son hlýtur Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar 2021 fyrir Troðningar. Ljóðabókin er gefin út á vegum JPV útgáfu. Jón Hjartarson var um árabil leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur leikið ótal hlutverk á sviði, í sjónvarpi, útvarpi og kvikmyndum. Jón er höfundur fjölmargra leikrita og leikgerða fyrir börn og fullorðna, auk barna- og unglingabóka. Hann hefur einnig …

Jón Hjartarson hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Read More »

Áslaug Jónsdóttir og Arndís Þórarinsdóttir hljóta Vorvinda viðurkenningu

IBBY á Íslandi veitti Áslaugu Jónsdóttur og Arndísi Þórarinsdóttur Vorvinda viðurkenningu 2021 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi. Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rithöfundur hlaut Vorvinda fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina. Þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! þar sem lesendur fylgja börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli með fallegum myndlýsingum. Arndís Þórarinsdóttir, …

Áslaug Jónsdóttir og Arndís Þórarinsdóttir hljóta Vorvinda viðurkenningu Read More »

Vilborg Dagbjartsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir látin

Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld og kennari, er látin. Vilborg fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð árið 1930. Hún nam leiklist um skeið og lauk síðar prófi frá Kennaraskóla Íslands. Einnig stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg var barnakennari við Austurbæjarskóla um árabil og starfaði mikið að málefnum barna, sem og kvenréttindamálum og á vettvangi …

Vilborg Dagbjartsdóttir látin Read More »

INNskráning

Nýskráning

nýskráning