Einar Már Guðmundsson hlýtur Prix Littérature-monde verðlaunin 2018 í Frakklandi

Í gær var tilkynnt að Einar Már Guðmundsson hljóti frönsku Prix Littérature-monde bókmenntaverðlaunin, sem veit eru af L’Agence française de Développement og hátíðinni Étonnants Voyageurs, fyrir skáldsögu sína Íslenskir kóngar. Bókin kom fyrst út hérlendis árið 2012 en í Frakklandi fyrr í ár.

Einar Már verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna sem fram fer á Café Littéraire Festival í Saint-Malo sunnudaginn 20. maí.

Prix Littérature-monde verðlaunar árlega tvær skáldsögur sem gefnar eru út á frönsku, þar sem önnur bókin er eftir frönskumælandi höfund og hin er þýðing. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur höfundur veitir verðlaununum viðtöku.

Starfsfólk Forlagsins óskar Einari til hamingju með heiðurinn!

 

INNskráning

Nýskráning