Þú ert hér://Fjöruverðlaunin 2019

Fjöruverðlaunin 2019

Fjöruverðlaunin

Fjöru­verð­launin, bók­mennta­verð­laun kvenna, voru af­hent við há­tíð­lega at­höfn í Höfða 16. janúar síðastliðinn. Verð­launin eru veitt ár­lega í flokki fagur­bók­mennta, fræði­bóka og rita al­menns eðlis og í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta. Forlagið er stolt af höfundum sínum sem hlutu verðlaunin. Kristín Helga Gunnarsdóttir hlaut verðlaunin fyrir Fíasól gefst aldrei upp í flokki barna- og unglingabókmennta og þær Auður Jóns­dóttir, Bára Huld Beck og Steinunn Stefáns­dóttir fyrir Þjáningarfrelsið – ó­reiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla. Í flokki fagurbókmennta hlaut Guð­rún Eva Mínervu­dóttir Ástin, Texas sem gefin er út af Bjarti.

Þetta er í þrettánda skiptið sem verð­launin eru veitt og afhenti Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri verð­launa­höfum blóm og verð­launa­gripi.

2019-01-18T14:17:37+00:0018. janúar 2019|