Emil í Kattholti

Astrid fyrir alla

Sögur Astridar Lindgren eru öllum Íslendingum vel kunnar og bækur hennar lesnar spjaldana á milli kynslóð eftir kynslóð. Sögurnar um prakkarann Emil í Kattholti og hina óvenjulegu en stórskemmtilegu Línu langsokk eru fyrir löngu síðan orðin sígild verk og skyldueign á öllum heimilum.

Á dögunum gaf Forlagið út þrjár bækur eftir Astrid ætlaðar fyrir mismunandi hópa. Fyrsta ber að nefna endurútgáfu stórbókarinnar um Emil en í henni er öllum sögunum um Emil safnað saman í eina bók. Hinar tvær bækurnar eru í minna sniði, svokallaðar bendibækur, og ætlaðar yngstu lesendunum og heita þær Skoðum Emil í Kattholti og Skoðum Línu langsokk.

Það vita flestir sem lesið hafa sögur Astridar að þeirra njóta bæði ungir og aldnir og því ættu þessar bækur að vera kærkomin viðbót í hvaða bókasafn sem er.

INNskráning

Nýskráning