Þú ert hér://Grafískur hönnuður frá Forlaginu velur fegurstu bækur heims

Grafískur hönnuður frá Forlaginu velur fegurstu bækur heims

„Bók er svo miklu meira en bara texti á blaði, bók er líka prentgripur sem gaman er að handleika og skoða“ segir Alexandra Buhl, grafískur hönnuður hjá Forlaginu, sem var á dögunum valin í alþjóðlega dómnefnd hjá Stiftung Buchkunst í Leipzig í Þýskalandi. Verkefnið var að velja fegurstu bók heims árið 2017, meira en 600 bækur frá 30 löndum voru lagðar fram að þessu sinni.

Dómnefndin hefur þegar lokið störfum og brátt verður tilkynnt um sigurvegarann. Dómnefndina skipuðu grafískir hönnuðir og fræðimenn úr grafíska heiminum víða að úr heiminum. Forlagið er stolt af þátttöku Alexöndru í dómnefndinni og verkum hennar sem grafísks hönnuðar. Af bókum sem hún hefur nýlega unnið að mætti nefna hina sérlegu fallegu bók Undur Mývatns.

 

2018-02-21T18:09:12+00:0021. febrúar 2018|