Haukur Ingvarsson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar

Haukur Ingvarsson hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2018 fyrir ljóðabók sína, Vistarverur, en verðlaunin eru veitt ár hvert í minningu Tómasar Guðmundssonar fyrir óprentað handrit að ljóðabók. Í niðurstöðu dómnefndar segir að í ljóðabók Hauks séu margar vistarverur. „Orðið sjálft, vistarvera, gefur til kynna tilfinningu fyrir stað og íbúa auk þess að vísa til tilvistarinnar sjálfrar og stöðu verunnar í henni. Allt þetta kemur saman í ljóðunum en þau einkennast af vangaveltum um tengsl hins efnilega og hins andlega, með áherslu á samfellu þessa.

Forlagið óskar Hauki innilega til hamingju með þennan áfanga.

INNskráning

Nýskráning