Gerður Kristný verðlaunuð

Gerður Kristný hlaut fyrir helgina viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstöf. Guðjón Ragnar Jónsson, formaður úthlutunarnefndar, þakkaði Gerði sérstaklega fyrir að skrifa bækur jöfnum höndum fyrir börn og fullorðna. Ljóð hennar sagði hann meitluð, þar sem stór saga er sögð í fáum orðum, en benti jafnframt á að Gerður hafi á löngum ferli sent frá sér bækur af öllu tagi, skáldsögur, ljóð og óskáldað efni.

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins hefur verið starfræktur frá 1956. Fimm eiga sæti í stjórn sjóðsins sem voru að þessu sinni, auk Guðjóns, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Fanney Birna Jónsdóttir, Jóhannes Ólafsson og Margrét Tryggvadóttir.

Forlagið óskar Gerði til hamingju með þessa verðskulduðu viðurkenningu.

INNskráning

Nýskráning