Hallgrímur Helgason

Hallgrímur í eldlínunni við 1000°

Í kvöld, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20.00, verður bókakvöld á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar. Þar mun útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson taka á móti Hallgrími Helgasyni og fjalla um bókina Konan við 1000°. Spjallað verður um bókina, umfjöllunarefni hennar og mörk skáldskapar og veruleika sem fólki hefur verið tíðrætt um eftir að bókin kom út.

Hallgrímur mun lesa lítið brot úr bókinni, Freyr fær sérstaka gesti í salinn til að koma með innlegg í umræðuna og einnig mega almennir gestur láta til sín taka í umræðunni.

Dagskráin er fyrsti hluti stefnumótaraðar höfunda og gestgjafa sem starfsfólk Bókabúðar Máls og menningar bjóða uppá í vor.


INNskráning

Nýskráning