Lilja Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann 2018 fyrir bestu íslensku glæpasöguna

Lilja Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann 2018, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Búrið sem JPV/Forlagið gaf út á síðasta ári. Lilja er önnur konan sem fær verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2007. Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Arnaldur Indriðason sem hlaut Blóðdropann í fyrra fyrir bók sína Petsamo, Stefán Máni og Yrsa Sigurðardóttir.

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Guðrún Ögmundsdóttir, Vera Knútsdóttir og Páll Kristinn Pálsson og höfðu þau að eigin sögn úr vöndu að ráða. Alls komu 14 glæpasögur út á síðasta ári og eftirfarandi titlar til greina hjá dómnefnd:

  • Búrið – Lilja Sigurðardóttir (JPV / Forlagið)
  • Fuglaskoðarinn – Stefán Sturla (Ormstunga)
  • Gatið – Yrsa Sigurðardóttir (Bjartur)
  • Mistur – Ragnar Jónasson (Bjartur)
  • Morðið í Gróttu – Stella Blómkvist (Mál og menning / Forlagið)
  • Morðið í leshringnum – Guðrún Guðlaugsdóttir (GPA)
  • Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason (Vaka-Helgafell / Forlagið)
  • Refurinn – Sólveig Pálsdóttir (Salka)
  • Samsærið -Eiríkur Bergmann (Sögur)
  • Skuggarnir – Stefán Máni (Sögur)
  • Stúlkan sem enginn saknaði – Jónína Leósdóttir (Mál og menning)
  • Umsátur – Róbert Marvin (Draumsýn)
  • Vályndi – Friðrika Benónýsdóttir (Sögur)
  • Vefurinn – Magnús Þór Helgson (Óðinsauga)

Við hjá Forlaginu óskum Lilju innilega til hamingju með verðlaunin!

 

 

 

INNskráning

Nýskráning