Sjón

Sjón gengur til liðs við Forlagið

Einn þekktasti rithöfundur þjóðarinnar, verðlaunahöfundurinn Sjón, hefur gengið til liðs við bókaútgáfu Forlagsins og munu bækur skáldsins framvegis koma út undir merkjum JPV.

Sjón hóf útgáfuferil sinn hjá Máli og menningu, en færði sig til Bjarts árið 2003. Hjá Bjarti kom m.a. út bók hans Skugga-Baldur, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005, en hún var nýverið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna, Jan Michalski Prize for Literature, og verða úrslitin tilkynnt í nóvember næstkomandi. Verk eftir Sjón hafa komið út á fjölmörgum tungumálum um allan heim, nú síðast skáldsagan Rökkurbýsnir, sem á þessu ári hefur hlotið frábæra dóma í mörgum af helstu stórblöðum Evrópu.

Starfsmenn Forlagsins fagna komu Sjóns og kveður Jóhann Páll Valdimarsson útgefandi þetta mikil gleðitíðindi og hlakkar til samstarfsins

INNskráning

Nýskráning