Heimili höfundanna

Nanna Rögnvaldardóttir
Nanna Rögnvaldardóttir
Nanna Rögnvaldardóttir fæddist 20. mars 1957 og ólst upp í Skagafirði. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1977 og stundaði síðan nám í sagnfræði við Háskóla Íslands um tíma. Hún hefur starfað við bóka- og tímaritaútgáfu frá 1986, lengst af hjá Iðunni og Forlaginu. Nanna hefur alltaf haft áhuga á matargerð en þótti skelfilega vondur kokkur fram undir þrítugt. Hún var farin að safna matreiðslubókum á unglingsárum og á nú hátt í 2000 bækur um mat og matargerð um heim allan. Hún hefur sent frá sér um tuttugu matreiðslubækur, auk annarra bóka, en fyrsta bók hennar um mat var stórvirkið Matarást, sem var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hlaut viðurkenningu Hagþenkis og viðurkenningu bókasafnsfræðinga sem besta uppflettiritið. Af öðrum bókum hennar má nefna Matreiðslubók Nönnu, Jólamat Nönnu og Sætmeti án sykurs. Einnig hefur hún skrifað bækur um íslenska matargerð á ensku og má þar nefna Icelandic Food and Cookery, Cool Cuisine og Does Anyone Actually Eat This? Nanna er þekkt hérlendis sem erlendis fyrir yfirgripsmikla þekkingu á mat og matreiðslu og hefur haldið erindi á ráðstefnum og skrifað um mat í blöð og tímarit.

Bækur eftir höfund

attachment-10915
Cool Cuisine
2.990 kr.
Öldin okkar 1991-1995
Öldin okkar 1991-1995
4.690 kr.
attachment-575158
Öldin okkar 1986-1990
4.655 kr.
attachment-573151
Öldin okkar 1981-1985
4.655 kr.

No results found.

INNskráning

Nýskráning