Heimili höfundanna

Þorgrímur Þráinsson
Þorgrímur Þráinsson

Þorgrímur Þráinsson (f. 1959) var þekktur knattspyrnumaður og blaðamaður þegar hann sendi frá sér sína fyrstu bók, Með fiðring í tánum, haustið 1989. Síðan hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur fyrir börn, unglinga og fullorðna sem flestar hafa notið mikilla vinsælda.

Þorgrímur hefur í tvígang hlotið Íslensku barnabókaverðlaunin, fyrst árið 1997 fyrir bókina Margt býr í myrkrinu og aftur árið 2010 fyrir Ertu Guð, afi? Spennusöguna Núll núll 9 völdu íslensk börn bestu bók ársins 2009 og hlaut hún því Bókaverðlaun barnanna. Hann var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning