Húrra fyrir Maxímús!

Nýja bókin um tónelsku músina Maxímús kemur út á fimmtudaginn og um helgina verða fjörugir fjölskyldutónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem Maxi er í aðahlutverki! Nýja bókin heitir Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann og þar lendir músin í skemmtilegu ævintýri – og kynnist nýrri tónlist. Með bókinni fylgir diskur með sögunni og músíkinni. Áður kom út bókin Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina sem sló eftirminnilega í gegn en hún er nú endurútgefin vegna fjölda áskorana.

Tónleikar Sinfóníunnar verða laugardaginn 17. apríl, kl. 14 og 17 og við vekjum athygli á því að miðaverðið er aðeins 1.700 kr. Það er um að gera tryggja sér miða strax, það er allt að seljast upp! Sjá nánar á vef Sinfó.

INNskráning

Nýskráning