Þú ert hér://Lilja Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann 2018 fyrir bestu íslensku glæpasöguna

Lilja Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann 2018 fyrir bestu íslensku glæpasöguna

Lilja Sigurðardóttir hlýtur Blóðdropann 2018, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Búrið sem JPV/Forlagið gaf út á síðasta ári. Lilja er önnur konan sem fær verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2007. Meðal verðlaunahafa fyrri ára eru Arnaldur Indriðason sem hlaut Blóðdropann í fyrra fyrir bók sína Petsamo, Stefán Máni og Yrsa Sigurðardóttir.

Dómnefnd verðlaunanna í ár skipuðu Guðrún Ögmundsdóttir, Vera Knútsdóttir og Páll Kristinn Pálsson og höfðu þau að eigin sögn úr vöndu að ráða. Alls komu 14 glæpasögur út á síðasta ári og eftirfarandi titlar til greina hjá dómnefnd:

 • Búrið – Lilja Sigurðardóttir (JPV / Forlagið)
 • Fuglaskoðarinn – Stefán Sturla (Ormstunga)
 • Gatið – Yrsa Sigurðardóttir (Bjartur)
 • Mistur – Ragnar Jónasson (Bjartur)
 • Morðið í Gróttu – Stella Blómkvist (Mál og menning / Forlagið)
 • Morðið í leshringnum – Guðrún Guðlaugsdóttir (GPA)
 • Myrkrið veit – Arnaldur Indriðason (Vaka-Helgafell / Forlagið)
 • Refurinn – Sólveig Pálsdóttir (Salka)
 • Samsærið -Eiríkur Bergmann (Sögur)
 • Skuggarnir – Stefán Máni (Sögur)
 • Stúlkan sem enginn saknaði – Jónína Leósdóttir (Mál og menning)
 • Umsátur – Róbert Marvin (Draumsýn)
 • Vályndi – Friðrika Benónýsdóttir (Sögur)
 • Vefurinn – Magnús Þór Helgson (Óðinsauga)

Við hjá Forlaginu óskum Lilju innilega til hamingju með verðlaunin!

 

 

 

2018-06-14T19:15:42+00:0014. júní 2018|