Málstofa um Guðmund Pál Ólafsson


Hugvísindasvið Háskóla Íslands  stendur fyrir málstofu um Guðmund Pál Ólafsson á morgun föstudag 14. mars kl. 13.00-17.00.
Málstofan verður í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Guðmundur Páll Ólafsson (1941-2012) var einkar fjölhæfur maður og lagði
gjörva hönd á margt. Hann er án efa þekkastur fyrir bókaflokk sinn um
náttúru Íslands en síðasta bókin í þeim flokki, Vatnið í náttúru Íslands,
kom út árið 2013, u.þ.b. ári eftir andlát hans. Í bókum Guðmundar Páls koma
ekki aðeins saman hæfileikar hans sem rithöfundar, vísindamanns og
ljósmyndara, heldur eru þær jafnframt sterkur vitnisburður um ævilanga
baráttu hans fyrir verndun íslenskrar náttúru og í raun óaðskiljanlegar frá
henni. Þær endurspegla mann sem brúaði bilið á milli lista og fræða,
náttúru- og hugvísinda – og milli alls þessa og umhverfisaktífisma.
Málstofan verður tvíþætt.  þar verða fyrst flutt erindi og síðan verða pallborðsumræður með þátttöku allra frummælenda.
Það verða margir og áhugaverðir frummælendur. Erindi þeirra fjalla um mismunandi þætti starfs Páls.
Guðmundur Andri Thorsson fjallar um Bókasmíðar í sínu erindi;  Sérðu það sem ég sé. Erindi Skúla Skúlasonar fjallar um að hafa tilfinningu fyrir náttúrunni í vísindum. Einar Falur Ingólfsson ætlar að fjalla um  Ljósmyndarann Guðmund Pál. Erindi Andra Snæs Magnasonar ber heitið; Leitin að auðhumlu.
Unnur Birna Karlsdóttir tekur fyrir  náttúruverndarhugmyndir Guðmundar Páls Ólafssonar, í erindi sem hún kallar  „Málsvari náttúrunnar“.
Og að lokum verður Þorvarður Árnason með  tilraun til greiningar á vistspeki Guðmundar Páls sem ber yfirskriftina „Ástin á náttúrunni „.


INNskráning

Nýskráning