Maxímús Músikús

Maxi fer til Washington

Maxímús Músíkús fer austur um haf til Bandaríkjanna í fyrsta sinn á næsta ári.

Listamiðstöðin Kennedy Center hefur milligöngu um ferðalag Maxa en á hverju ári er haldin þar stór listahátíð. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar komu til Íslands í kynnisferð á síðasta ári og í kjölfarið buðu Maxímús Músíkús í heimsókn til sín.

Í upphafi stóð til að þarlend hljómsveit myndi taka að sér að flytja tónleikadagskrána sem byggð er á sögunni Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, en á endanum var allri Sinfóníuhljómsveit Íslands boðið út til Washington með Maxa.

Bandaríska forlagið Music Word Media Group keypti útgáfuréttinn á bókunum um Maxíkús. Fyrsta bókin, Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina, hefur nú þegar komið út og næsta bók, Maxímús Músíkús trítlar í tónlistarskólann, er væntanleg á þessu ári.

Þess má geta að þriðja bókin um músina tónelsku mun koma út á Íslandi í vor.

INNskráning

Nýskráning