Maxi sefur

Maxímús Músíkús í Hörpu

Maxímús Músíkús er alveg dansandi glaður þessa dagana. Það er ekki skrýtið. Nýlega kom út ný bók um þessa tónelsku mús sem heitir Maxímús Músíkús bjargar ballettinum og þar að auki mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja nýja ævintýrið í Hörpu, laugardaginn 19. maí kl. 14 og 17.

Það skemmtilegasta sem Maxímús Músíkús veit eru sinfóníutónleikar og þar að auki munu nemendur úr Listdansskóla Íslands koma fram og sýna dans. Tónlist og dans – enn betra! Hljómsveitarstjóri tónleikanna er Bernharður Wilkinson og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.

Nánari upplýsingar og miðasala er á harpa.is og sinfonia.is


INNskráning

Nýskráning