Maxi í Stokkhólmi

Maxímús Músíkús í Stokkhólmi

Stórstjarnan Maxímús Músíkús heldur þessa dagana til í Svíþjóð þar sem Konunglega Fílharmónían í Stokkhólmi flytur verkið um hann fyrir þúsundir áheyrenda í vikunni. Til stendur að halda 11 skólatónleika í vikunni fyrir ung skólabörn og mæta um tólfhundruð börn á hverja tónleika en laugardaginn, 1. febrúar, verða svo haldnir tvennir fjölskyldutónleikar.

Það var flautuleikarinn Cecilie Hesselberg Løken sem þýddi Maxa yfir á norsku og sænsku en krakkar víðsvegar um heiminn geta mjög bráðlega lesið um ævintýri þessarar tónelsku músar á færeysku, finnsku, kínversku, portúgölsku, þýsku, hollensku, ensku og auðvitað norsku og sænsku.

Myndin hér að ofan er tekin af Facebook-síðu Konserthússins í Stokkhólmi.

INNskráning

Nýskráning