Þú ert hér://Skrímsli í vanda og Vertu ósýni­leg­u til­efnd­ar til Barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2018

Skrímsli í vanda og Vertu ósýni­leg­u til­efnd­ar til Barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2018

Skrímsli í vanda eft­ir Áslaugu Jóns­dótt­ur, Kalle Güettler og Rakel Helms­dal og Vertu ósýni­leg­ur – Flótta­saga Is­hma­els eft­ir Krist­ínu Helgu Gunn­ars­dótt­ir eru til­efnd­ar til Barna- og ung­linga­bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs 2018. Auk þeirra eru tíu bækur frá átta löndum og sjálfstjórnarsvæðum tilnefndar til verðlaunanna í ár.

Í um­sögn dómnefndar um Skrímsli í vanda seg­ir: „Mynd­irn­ar og text­inn vinna mjög vel sam­an í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bók­inni. Mynd­irn­ar eru lit­rík­ar og líf­leg­ar og und­ir­strika til­finn­ing­ar og viðbrögð skrímsl­anna. Let­ur­breyt­ing­ar í text­an­um gera það líka og hjálpa til við að leggja áhersl­ur í upp­lestri en gera það einnig að verk­um að stund­um verður text­inn eins og hluti af mynd­un­um.“

Í um­sögn henn­ar um Vertu ósýni­leg­ur – Flótta­saga Is­hma­els seg­ir að bók­in sé „hræðileg í ein­fald­leika sín­um, laus við til­finn­inga­semi en full af til­finn­ingu, fræðandi án þess að upp­lýs­ing­arn­ar íþyngi henni. Efni henn­ar er nán­ast dag­legt frétta­efni sem auðvelt er að verða ónæm­ur fyr­ir og því tvö­falt mik­il­væg­ara að sýna það út frá sjón­ar­horni sem erfitt er að víkja sér und­an.“

Tilkynnt verður um vinningshafann við hátíðlega athöfn í Norsku óperunni þann í Osló þann 30. október.

 

2018-03-26T13:47:41+00:0026. mars 2018|